Search
Ferðamann streyma til Ísraels sem aldrei fyrr. Í huga margra er Jerúsalem mesta aðdráttaraflið (Mynd: Israeltourism)

Yfir 4 milljónir ferðamanna vörðu 775 milljörðum króna í Ísrael

Sífelt fleiri ferðamenn sækja Ísrael heim sem er styrkir hagkerfið.

Þann 14. júlí opinberaði ísraelska ferðamálaráðuneytið niðurstöður skoðanakönnunar sem 15.000 ferðamenn tóku þátt í og sýndi hún að 4 milljónir ferðamanna sem heimsóttu Ísrael á síðasta ári eyddu u.þ.b. 6 billjón dollurum í landinu. Þessi áætlaða upphæð felur ekki í sér fargjöld til Ísraels.

Þessar tölur birtust í kjölfarið hjá ísraelska viðskiptablaðinu og vefsíðu “Calcalist” síðastliðinn sunnudag.

Hvað varðar aldursdreifingu svarenda voru 24.1% ferðamannanna eldri en 55 ára, 19.4% milli 45 og 54 ára, 35.8% milli 25 og 44 ára á meðan 29.7% voru 24 ára og yngri.

Jerúsalem er vinsælasti áfangastaðurinn í Ísrael. Alls heimsóttu 77.5% borgina. Tel Aviv var í öðru sæti með 67.4%, þá Dauðahafið með 48% og Tiberias með 36.2%. Samkvæmt niðurstöðu könnunarinnar voru 54.9% kristnir, 27.5% gyðingar og 2.4% múslimar.

Kygo-i-Dauðahafinu
Norski tónlistamaðurinn Kygo birti þessa mynd af Dauðahafinu í heimsókn sinni til Ísrael 2017

Af þeim sem tóku þátt sögðu 24.3% að um pílagrímsferð væri að ræða, 21.3% sögðust vilja skoða landið, 30% ferðuðust til að heimsækja fjölskyldu og vini á meðan 8.9% sögðust vera í viðskiptaferð.

Á fyrri hlutaársins 2019 heimsóttu 2.265 milljón landið. Þetta er aukning miðað við árið á undan, en þá samkvæmt skýrslu ferðamálaráðuneytisins (Ministry of Tourism) komu 2.063 milljón ferðamenn til landsins.

Share on Facebook
Share on Twitter
Email
WhatsApp
Telegram
Print