Search
Lögfræðingar borgaryfirvalda í Kaupmannahöfn hafa staðfest að bæði dönsk lög og lög Evrópusambandsins banna sniðgöngu ísraelskra landnemabyggða. Mynd: Luca Sartoni, flickr

Borgaryfirvöld Kaupmannahafnar: Bann við innflutningi frá Ísraelskum landnemabyggðum er ólöglegt

Fjöldi norskra sveitarfélaga og sýsla hefur undanfarin ár viðhaft sniðgöngustefnu gegn vörum og þjónustu sem koma frá ísraelskum landnemabyggðum. MIFF í Noregi hefur útskýrt – meðal annars í bréfum sem voru send til borgaryfirvalda í Osló og sveitarstjórnarinnar í Viken – að slík sniðgöngustefna væri brot á norskum og evrópskum lögum um opinber innkaup. Þegar Þrándheimur varð fyrsta bæjarfélagið sem tók upp slíka stefnu í nóvember 2016, gaf MIFF út yfirlýsingu þess efnis að ákvörðunin hafi verið ólögleg og fordómafull.

Í nýrri yfirlýsingu hafa lögfræðingar borgaryfirvalda í Kaupmannahöfn komist að svipaðri niðurstöðu. Eftirfarandi eru helstu niðurstöðurnar:

Utanríkismál eru ábyrgð ríkisins. Í fyrsta lagi getur sveitarfélag ekki skipt sér af og/eða notað fjármuni sína til að marka utanríkisstefnu.

Sveitarfélag getur ekki án sérstaks leyfis sniðgengið vörur og fyrirtæki frá öðru landi vegna utanríkisstefnu.

Dönsk útboðslög veita sveitarfélögum leyfi til að gera kröfur um almennan gæðastaðal og/eða um samningsefndir byrgja, en þau hafa ekki leyfi til þess að sniðganga byrgja á pólitískum grundvelli. „Það er því ekki mögulegt samkvæmt löggjöfinni um opinber innkaup að setja það skilyrði að fyrirtæki sé ekki með framleiðslu á ólöglegum ísraelskum landnemabyggðum,“ sögðu lögmenn sveitarfélagsins. „Jafnréttiskrafan útilokar mismunun byrgja á grundvelli uppruna vöru frá ákveðnu ríki eða landsvæði.“

Sniðganga ísraelskra landnemabyggða gengur í berhögg við reglur ESB. „Til viðbótar verður almenn sniðganga af þessu tagi að teljast brotleg við lagalegar frumreglur ESB,“ skrifa lögfræðingarnir frá Kaupmannahöfn. Árið 2018 sagði þáverandi utanríkisráðherra Danmerkur að innflutningsbann á vörur frá landnemabyggðum „gæti einungis verið innleitt – í lagalegum og hagkvæmum skilningi – sameiginlega með umsjón ESB.“

Tillaga borgaryfirvalda mun vera rædd á fundi fjárlaganefndar þann 16. mars. Stjórnin leggur til að yfirlýsing lögfræðinganna verði tekin til greina og að tillagan um sniðgöngu (sem var lögð fram árið 2015) verði felld.

Innkaupanefnd norskra yfirvalda hefur nýlega gert „lagalegt mat á innkaupum“. Niðurstaða þeirra var í samræmi við lagalega ályktun MIFF: Opinber kaupandi hefur „hvorki rétt né kvöð til þess að hafna“ fyrirtækjum með starfsemi í landnemabyggðum Ísraels.

Árósar: Sniðganga væri ólögleg

Í ágúst 2017, ákvað borgarstjórn Árósa að hafna tillögu um sniðgöngu gegn ísraelskum landnemabyggðum. „Sveitarfélagið … hefur ekki heimild til þess að sniðganga vörur frá öðru landi eða landsvæði án sérstakra lagaheimilda. Þar sem slíkar lagaheimildir eru ekki til þarf sveitarfélagið að starfa innan útboðsreglna. Niðurstaðan er sú að það samræmist varla útboðslögum að innleiða ákvörðun um að sveitarfélagið kaupi ekki vörur framleiddar á ólöglegum ísraelskum landnemabyggðum á hernumdum palestínskum svæðum,“ skrifaði sveitarfélagið Árósar, samkvæmt gögnum bæjaryfirvalda Kaupmannahafnar.

Árið 2011 sagði lögfræðistofan Lett fyrir hönd Kaupmannahafnarborgar að „sveitarfélag megi ekki sniðganga vörur eða fyrirtæki frá öðru landi eða landsvæði á sérstaks lagalegs umboðs.“

Share on Facebook
Share on Twitter
Email
WhatsApp
Telegram
Print