Search
Leiðin sem sæstrengurinn mun fara. Mynd: euroasia-interconnector.com

EuroAsia sæstrengurinn tengir Ísrael við Evrópu

Mikilvægum áfanga hefur verið náð í samvinnuverkefni um raforkusæstreng milli Grikklands, Kýpur og Ísraels. Sæstrengurinn hefur hlotið nafnið EuroAsia Interconnector (EAI) og er ætlað að tryggja raforkuöryggi þessara þriggja ríkja.

Evrópski fjármögnunarsjóðurinn Connecting Europe Facility (CEF) hefur samþykkt 657 milljóna evru styrk til verkefnisins og 100 milljóna evru styrkur hefur fengist úr sjóði Evrópusambandsins.

Verkefnið hefur hlotið öll tilskilin leyfi og hefur hafið samstarf við fjölda evrópskra orkufyrirtækja, þar á meðal Noregsdeild alþjóðlega fyrirtækisins Nexans.

Stefnt er að því að ljúka verkefninu árið 2027. Þá verður EuroAsia-sæstrengurinn 1200 kílómetrar á lengd og á allt að 3.000 metra dýpi – lengri og á meira dýpi en nokkur annar raforkusæstrengur. Fyrsti leggur verkefnisins verður 1.000 MW neðansjávarkapall milli Krítar og Kýpur. Sambærilegur kapall milli Kýpur og Ísraels verður lagður síðar.

Mikilvægi verkefnisins var undirstrikað af Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdarstjórnar Evrópu. Í heimsókn sinni til Ísraels sagði hún:

„Við erum að undirbúa stórt verkefni: Lengsta raforkusæstreng heims og á mesta dýpi, sem tengir Ísrael við Kýpur og Grikkland. Með tímanum mun hann bera rafmagn frá endurnýjanlegum orkugjöfum.“

Samkvæmt von der Leyen, hafa ríkin þrjú nægtir náttúrulegra auðlinda til endurnýjanlegrar raforkuframleiðslu og eru mikilvægur þáttur í viðleitni Evrópu að tryggja framboð slíkrar raforku.

Þessi grein er útdráttur úr grein The Cyprus Mail.

Share on Facebook
Share on Twitter
Email
WhatsApp
Telegram
Print