Search
Flugskeyti hæfðu ísraelsku borgina Ashkelon. Mynd: Edi Israel/Flash90

Hamas gerir innrás í Ísrael

Hryðjuverkasamtökin Hamas skutu yfir fimm þúsund flugskeytum á Ísrael í morgun, þann 7. október. Árásirnar hófust klukkan sex á staðartíma.

Fjöldi hryðjuverkamanna hefur laumast frá Gazasvæðinu inn á svæði Ísraels og hafa þeir hreiðrað um sig í bæjum og þorpum sem liggja nálægt girðingunni milli Ísraels og Gaza.

Myndskeið hafa verið birt á samfélagsmiðlum sem sýna Hamasliða keyra um og skjóta af handahófi, meðal annars í borginni Sderot þar sem 25.000 manns býr.

Óstaðfestar fréttir herma að Hamasliðar hafi tekið fjölda Ísraela í gíslingu. Þetta hafa þeir áður gert til að þvinga fram fangaskipti.

Eyðileggingin er gríðarleg. Yfir 300 eru særðir og að minnsta kosti fimm eru látnir, allt Ísraelar. Varnarher Ísraels hefur þegar svarað fyrir árásirnar með loftárásum á valin skotmörk á Gazasvæðinu.

Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísraels, segir Hamas hafa gert „stór mistök“ með aðgerðum sínum og bætir við að „Ísrael muni bera sigur úr býtum“.

Share on Facebook
Share on Twitter
Email
WhatsApp
Telegram
Print