Þjóðaröryggisráðgjafi Ísraels, Tzachi Hanegbi, leiðréttir fjármálaráðherrann Bezalel Smotrich.
Fjármálaráðherra Ísraels, Bezalel Smotrich, sem er í stjórnmálaflokki trúaðra síonista yst á hægri vængnum, hélt ræðu á sunnudaginn í lokaðri minningarathöfn í París um Likud-aðgerðasinna sem lést úr krabbameini árið 2021. Í upptöku frá fundinum sést Smotrich halda ræðu við ræðupúlt, en á púltinu var fáni sem sýndi Ísrael, Gazasvæðið, Vesturbakkann og Jórdaníu sem “stærra Ísrael”. Merkið á fánanum var líkt einkennismerki herskáu hægrisamtakanna Irgun áður en Ísrael varð sjálfstætt árið 1948.
Þjóðaröryggisráðgjafi Ísraels, Tzachi Hanegbi, lýsti vanþóknun sinni á kortinu í röð Twitter-skilaboða á mánudaginn.
“Ég talaði í kvöld við utanríkisráðherra Jórdaníu, Aymand Safadi. Ég fullvissaði hann um að ríkisstjórn Ísraels er mikið í mun að viðhalda friðarsamningnum milli beggja landa okkar, sem hefur styrkt stöðugleika og öryggi á svæðinu í næstum þrjátíu ár. Við erum skuldbundin öllum svæðisbundnum heilleika Jórdaníu, konungsríkis Hasemíta,” skrifaði Hanegbi.
Hanegbi þakkaði einnig Jórdaníukonungi fyrir framlag hans í nýlegum viðræðum milli Ísraels og heimastjórnar Palestínu í Aqaba og Sharm el-Sheikh. Nafnlaus palestínsk heimild sagði Jerusalem Post að “friðarferlið milli Ísraels og Palestínumanna hafi nánast verið endurlífgað vegna þessara funda”.
After the storm caused by the publishing of a picture of Israel's Minister of Finance next to a map of the Land of Israel which included the Hashemite Kingdom of Jordan, I spoke this evening with Jordanian Foreign Minister Ayman Safadi. >>
— Tzachi Hanegbi • צחי הנגבי (@Tzachi_Hanegbi) March 20, 2023
Þjóðaröryggisráðgjafi Ísraels, Tzachi Hanegbi, leiðréttir fjármálaráðherrann Bezalel Smotrich.
Þjóðaröryggisráðgjafi Ísraels, Tzachi Hanegbi, leiðréttir fjármálaráðherrann Bezalel Smotrich.