Search
Fjármálaráðherra Ísraels Bezalel Smotrich fyrir framan ræðupúlt með fánanum umdeilda. Skjáskot frá Ynetnews.

Öryggisráðgjafi Netanyahu biður Jórdaníu afsökunar eftir myndbirtingu

Þjóðaröryggisráðgjafi Ísraels, Tzachi Hanegbi, leiðréttir fjármálaráðherrann Bezalel Smotrich.

Þjóðaröryggisráðgjafi Ísraels, Tzachi Hanegbi, leiðréttir fjármálaráðherrann Bezalel Smotrich.

Fjármálaráðherra Ísraels, Bezalel Smotrich, sem er í stjórnmálaflokki trúaðra síonista yst á hægri vængnum, hélt ræðu á sunnudaginn í lokaðri minningarathöfn í París um Likud-aðgerðasinna sem lést úr krabbameini árið 2021. Í upptöku frá fundinum sést Smotrich halda ræðu við ræðupúlt, en á púltinu var fáni sem sýndi Ísrael, Gazasvæðið, Vesturbakkann og Jórdaníu sem “stærra Ísrael”. Merkið á fánanum var líkt einkennismerki herskáu hægrisamtakanna Irgun áður en Ísrael varð sjálfstætt árið 1948.

Þjóðaröryggisráðgjafi Ísraels, Tzachi Hanegbi, lýsti vanþóknun sinni á kortinu í röð Twitter-skilaboða á mánudaginn.

“Ég talaði í kvöld við utanríkisráðherra Jórdaníu, Aymand Safadi. Ég fullvissaði hann um að ríkisstjórn Ísraels er mikið í mun að viðhalda friðarsamningnum milli beggja landa okkar, sem hefur styrkt stöðugleika og öryggi á svæðinu í næstum þrjátíu ár. Við erum skuldbundin öllum svæðisbundnum heilleika Jórdaníu, konungsríkis Hasemíta,” skrifaði Hanegbi.

Hanegbi þakkaði einnig Jórdaníukonungi fyrir framlag hans í nýlegum viðræðum milli Ísraels og heimastjórnar Palestínu í Aqaba og Sharm el-Sheikh. Nafnlaus palestínsk heimild sagði Jerusalem Post að “friðarferlið milli Ísraels og Palestínumanna hafi nánast verið endurlífgað vegna þessara funda”.

Þjóðaröryggisráðgjafi Ísraels, Tzachi Hanegbi, leiðréttir fjármálaráðherrann Bezalel Smotrich.

Þjóðaröryggisráðgjafi Ísraels, Tzachi Hanegbi, leiðréttir fjármálaráðherrann Bezalel Smotrich.

Share on Facebook
Share on Twitter
Email
WhatsApp
Telegram
Print