Search
Myndin sýnir dreng í herklæðum með hjálm á baki
Stöðvum misnotkun palestínskra barna! (Ljósmynd: www.pcsweek.com)

Palestínskan barnahernað verður að stöðva!

Taktu þátt í alþjóðlegri aðgerð og deildu mótmælum þínum á samfélagsmiðlum!

Höfundur Conrad Myrland

14. febrúar 2020 kl. 12.56

Í áratugi hafa palestínsk börn verið misnotuð af palestínskum hryðjuverkamönnum þar sem þau hafa verið notuð í barnahernað. Notkun barna í hernaði var lykilþáttur í stríðsáætlun Yasser Arafat í 2. uppreisn Palestínumanna – Intifada II. Þessi misnotkun er því miður enn við lýði í dag og rætur hennar má rekja til leikskólans. “Palestínsk börn hafa í um árabil tekið þátt í götubardögum við ísraelska hermenn”, kom fram í palestínskum miðli á Vesturbakkanum árið 2017. Krafa þeirra sem líta fram hjá slíkri barnamisnotkun, um að Ísrael sleppi börnum sem tekið hafa þátt í hernaði, hefur ekki siðferðislegt vægi, skrifaði MIFF í Noregi á þeim tíma.

Í palestínskum útvarpsþætti í nóvember 2019 hvatti palestínsk útvarpsstöð börn til að ganga í dauðann sem píslarvottar. Þau eru “skotfæri og vopn Islam til að frelsa og sigra Jerúsalem”. Þessum skilaboðum var einnig deilt á Facebook af Fatah hreyfingunni, sem stjórnar aðgerðum palestínskra yfirvalda (Palestinian Authority).

MIFF hefur nú gengið til liðs við alþjóðlega herferð til að bjarga palestínskum börnum sem hafa verið þvinguð í hernað. Á heimasíðu herferðarinnar getur þú skrifað undir bréf til meðlima evrópska þingsins og til þekktra og opinberra málsvara réttinda barna í Bandaríkjunum (t.d. Michelle Obama, Angelina Jolie og Madonnu). Þar finnur þú einnig margar myndir, myndskeið og annað efni sem þú getur deilt á samfélagsmiðlum.

Það er ekki ásættanlegt að Palestínsk yfirvöld og Hamas komist upp með að firra sig þeirri ábyrgð sem þeir bera er þeir senda börn í stríð gegn Ísrael. Gildir þá auðvitað einu hvort þau eru notuð í njósnir, sendiferðir, grjótköst, byssuárásir eða sjálfsmorðssprengiárásir. Stór hluti af því að ala upp ung börn til ofbeldis er fjármagnaður af palestínskum yfirvöldum eða öðrum opinberum stofnunum og fjölmiðlum. Norsk yfirvöld, sem og yfirvöld annarra Evrópuþjóða, eru því bæði þátttakendur með beinum og óbeinum hætti. “Börn eiga rétt á vernd gegn því að vera meidd eða misnotuð, líkamlega eða andlega,” eru skýr skilaboð saminings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna (Un Convention on the Rights of the Child”). Það hlýtur því að vera forgangsverkefni foreldra og samfélagsins að koma í veg fyrir að börn séu látin taka þátt í uppreisnum og herferðum sem líklegar eru til að verða ofbeldisríkar. Alþjóðleg lög banna óríkisbundnum vopnuðum hópum að ráða eða nota börn undir 18 ára aldri. Fjöldi herskárra palestínskra hópa brýtur þessi lög daglega. Þeir sem ekki hafa séð myndir eða myndskeið frá barnaherbúðum  í palestínsku þjóðfélagi ættu að skoða Youtube.

Hjálpaðu MIFF að vekja athygli á þessum alþjóðlegu mótmælum gegn palestínskum barnahernaði. Þú getur byrjað á að deila myndinni hér að neðan á samfélagsmiðlum!

Notaðu þá  #KidsNotSoldiers og #NoWayToTreatAChild þegar þú deilir á samfélagsmiðlunum til að ná betri árangri.

Fjöldi palestínskra barna eru neydd til að taka þátt í barnahernaði
Share on Facebook
Share on Twitter
Email
WhatsApp
Telegram
Print