Search
Frá forsíðu skýrslu ILF (International Legal Forum) um Pillay-nefndina

Sameinuðu þjóðirnar stofna nefnd til að djöfulgera Ísrael

Þann 27. maí 2021 stofnaði mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna rannsóknarnefn eftir stríðið í Gaza. Stjórnandi nefndarinnar er Navi Pillay. Í nýrri skýrslu sýnir Alþjóðlega lagastofnunin (ILF) fram á að Pillay-nefndin hefur verið hönnuð til að einhliða djöfulgera Gyðingaríkið. MIFF er meðútgefandi skýrslunnar ásamt 25 öðrum samtökum.

„Pillay-nefndin var stofnuð með ályktun sem minnist ekki á Hamassamtökin, þrátt fyrir að hryðjuverkasamtökin hafa skotið yfir fjögur þúsund eldflaugum á Ísrael,“ segir Arsen Ostrovsky, framkvæmdastjóri ILF við MIFF.

„Pillay hefur einnig sýnt með fyrri athugasemdum sínum að hún er ekki hlutlaus í deilunni,“ bætir Ostrovsky við. Pillay hefur sakað Ísrael um aðskilnaðarstefnu og lýst svörtum lista Sameinuðu þjóðanna yfir ísraelsk fyrirtæki sem „stórsigri“. Miloon Kothari og Chris Sidoti, tveir aðrir meðlimir nefndarinnar, hafa einnig verið einhliða og ósanngjarnir í gagnrýni sinni á Ísrael.

Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna ekki hlutlaust gagnvart Ísrael

Sextíu og tvö prósent meðlimaríkja mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna eru ekki lýðræðisríki. Ráðið er með undarlega þráhyggju fyrir Ísrael, sem er eina ríkið með varanlegan dagskrárþátt á fundum ráðsins. Flestar verstu ríkisstjórnir heims eru aldrei gagnrýndar, á meðan Ísrael hefur verið umfjöllunarefni fleiri funda og nefnda en nokkuð annað ríki.

Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna hefur eigin regluverk fyrir rannsóknarnefndir sem tiltekur að meðlimir nefnda verði að hafa „sögu sjálfstæðra vinnubragða og hlutleysis“. ILF-skýrslan bendir á fjölda dæma um að þessi frumregla hafi verið brotin í skipun Pillay-nefndarinnar.

„Ísraelsríki hefur enga möguleika á sanngjarnri meðferð frá Pillay-nefndinni,“ er niðurstaða ILF-skýrslunnar.

„Í stað þess að einbeita sér að raunverulegum mannréttindabrotum, kýs mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna að sóa milljónum dollara í óendanlegan og óheilbrigðan vilja til að djöfulgera Ísrael,“ segir Ostrovsky.

Staðreyndir um palestínsk yfirvöld sem er ekki hægt að hafna

Þann 7. júní, var fyrsta skýrsla Pillay-nefndarinnar birt. Það kemur lítið á óvart að heiftarleg gagnrýni á Ísrael einkennir þetta 18-blaðsíðna skjal. Þetta er ekkert nýtt en þessi gagnrýni mun væntanlega vera endurtekin af almennum fjölmiðlum á Norðurlöndunum.

Það er hins vegar ólíklegt að hluti 75 í skýrslunni verði endurtekinn í íslenskum fjölmiðlum. Pillay-nefndin skrifar: „Palestínska heimastjórnin notar oft hernámið sem afsökun fyrir eigin mannréttindabrotum og sem aðalástæðu þess að hún geti ekki haldið kosningar til löggjafarþingsins og forsetaembættisins. Hin eiginlegu yfirvöld Gazasvæðisins [Hamas] sýna litla viðleitni til að bera virðingu fyrir mannréttindum, og litla framfylgd við alþjóðleg mannréttindalög.“

Lagalegur ráðgjafi NGO Monitor fordæmir skýrsluna

Anne Herzberg, lagalegur ráðgjafi NGO Monitor, mun gefa athugasemdir um Pillay-skýrsluna hjá mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna í næstu viku. Í yfirlýsingu sinni bendir hún á að skýrslan endurspegli helst þá staðreynd að mannréttindaráðið er „með þráhyggju fyrir því að ráðast á Gyðingaríkið“.

„Rannsóknarnefndin sleppir mikilvægu sögulegu samhengi og leggur nær alla sök deilunnar á Ísrael,“ sagði Herzberg í fréttatilkynningu. Hún bendir á að skýrslan dragi úr vægi palestínskrar hryðjuverkastarfsemi og leggi fram „fjölda falskra ásakana um mismunun“.

Auk þess gagnrýnir Herzberg nefndina fyrir að hafa ekki haft samband við ísraelsk eða gyðingleg samtök, þar sem hún hefur haft samband við fjölda palestínskra samtaka. Yfirvöld í Ísrael hafa tekið þá ákvörðun að vinna ekki með Pillay-nefndinni og hafa þau ekki gefið henni inngönguleyfi í Ísrael.

Þessi grein er þýdd og unnin úr tveimur greinum eftir Conrad Myrland, framkvæmdastjóra MIFF í Noregi.

Share on Facebook
Share on Twitter
Email
WhatsApp
Telegram
Print