Search

Flokkar: February 5, 2019

Hver upplýsir borgarstjórn?

Sú var tíðin að áhyggjulaust mátti vitna í niðurstöður Sameinuðu þjóðanna í mannréttindamálum, en nú í seinni tíð hefur Mannréttindaráð S.Þ. sætt mikilli gagnrýni fyrir anti-semetísk viðhorf. Það er kannski ekki að undra þegar vægi þeirra sem kalla á eyðingu Ísrael verður stöðugt meira. Saudi-Arabía, sem er ekki beint fyrirmynd mannréttinda í dag, er nú farin að gegna lykilhlutverki í ráðinu. Samkvæmt Human Rights Watch voru a.m.k. nítján teknir af lífi í Saudi Arabíu fyrir minniháttar glæpi; þar af einn fyrir galdra. Þá er tjáningarfrelsið ekki meira en það að fólk er húðstrýkt fyrir að tjá sig um hluti sem samræmast ekki stefnu stjórnvalda.

Lestu meira »

Ísrael er friðarhöfn

Eini raunverulegi möguleikinn fyrir Gyðinga í dag, er eigið ríki í Ísrael. Allir aðrir möguleikar eru að fullu reyndir og sannreynt er að þeir virka ekki. Jafnvel þó lítill hópur meðvitaðra Gyðinga hafi barist fyrir tilvist eigin ríkis, þá hefði ekki verið mögulegt að halda því til streitu, ef Gyðingar hefðu bara birst í Ísrael af hugsjónaástæðum einum saman. Það er fyrst og fremst hatur gegn Gyðingum og ofsóknir, sem hefur skapað það Ísrael sem við þekkjum í dag.

Lestu meira »