Search
Gyðingar á flótta frá Arabalöndunum fengu grið í Ísrael

Ísrael er friðarhöfn

Eini raunverulegi möguleikinn fyrir Gyðinga í dag, er eigið ríki í Ísrael. Allir aðrir möguleikar eru að fullu reyndir og sannreynt er að þeir virka ekki. Jafnvel þó lítill hópur meðvitaðra Gyðinga hafi barist fyrir tilvist eigin ríkis, þá hefði ekki verið mögulegt að halda því til streitu, ef Gyðingar hefðu bara birst í Ísrael af hugsjónaástæðum einum saman. Það er fyrst og fremst hatur gegn Gyðingum og ofsóknir, sem hefur skapað það Ísrael sem við þekkjum í dag.

Ísrael er friðarhöfn

Meirihluti þeirra Gyðinga sem flust hafa til Ísraels, gerðu það af nauðsyn en ekki af löngun. Fjöldi flóttamanna flúði gyðingahatur í Rússlandi í kringum árið 1900. Síðar voru það flóttamenn Nasismans.

Þegar Ísraelsríki var stofnað, komu flóttamenn frá Arabalöndunum. Þeim var líka hótað og ógnað með ofbeldi. Fleiri Gyðingar hafa flúið Arabalöndin heldur en þeir Arabar sem hafa flúið Ísrael og mest er fjallað um.

Smærri hópar flóttamanna meðal Gyðinga hafa sest þar að síðan þá: frá Argentínu, Eþíópíu, Póllandi og öðrum kommúnistaríkjum. Fleiri en ein milljón manna hafa komið frá fyrrum Sovétríkjunum eftir 1989. Ísrael var eini raunverulegi möguleikinn fyrir mörg þeirra. Þannig er staðan enn í dag, þar sem Vesturlönd eru yfirleitt lokuð flóttamönnum og þeim sem leita hælis.

Allra ráða hefur verið leitað 

Síðastliðin 2000 ár hafa Gyðingar reynt allar mögulegar leiðir aðra en þá að eiga sitt eigið föðurland. Þeir hafa búið í gettóum, umkringdir múrum í aldaraðir. Þeir hafa ýmist lifað í fátækt eða ríkidæmi. Þeir hafa klæðst sérstæðum fatnaði og þeir hafa klæðst á sama hátt og nágrannar sínir. Þeir hafa tekið trú sína alvarlega og þeir hafa lifað lífi sínu í virðingarleysi gagnvart trú sinni. Það skipti ekki máli hvað þeir gerðu, þeim var mismunað og þeir voru ofsóttir.

Áður en Hitler komst til valda í Þýskalandi, voru aðeins örfáir Gyðingar sem eitthvað tengdust trúarlegum eða þjóðernislegum einkennum Gyðingdóms. Þannig var því einnig varið í Sovétríkjunum. Margir Gyðingar sem komu frá því landi höfðu nánast enga þekkingu á sögu og sérkennum Gyðinga og höfðu enga sérstaka þjóðernistilfinningu. En þeir höfðu verið ofsóttir vegna þess að eitt eða fleiri af forfeðrum-eða mæðrum þeirra voru Gyðingar.

Ísrael er eini möguleikinn

Eini raunverulegi möguleikinn fyrir Gyðinga í dag, er eigið ríki í Ísrael. Allir aðrir möguleikar eru að fullu reyndir og sannreynt er að þeir virka ekki. Jafnvel þó lítill hópur meðvitaðra Gyðinga hafi barist fyrir tilvist eigin ríkis, þá hefði ekki verið mögulegt að halda því til streitu, ef Gyðingar hefðu bara birst í Ísrael af hugsjónaástæðum einum saman. Það er fyrst og fremst hatur gegn Gyðingum og ofsóknir, sem hafa skapað það Ísrael sem við þekkjum í dag.

Vegna sögu sinnar hafa Ísraelsmenn komist í stöðu sem gerir það erfitt að sjá hvað þeir gætu hafa gert öðruvísi, eða ættu að gera öðruvísi þegar á heildina er litið.

Þessi grein er hluti útvarpshandrits frá 1990 – birt 30. apríl 2003 á norskri vefsíðu.

Share on Facebook
Share on Twitter
Email
WhatsApp
Telegram
Print